Flokkun spilliefna

Við Háskóla Íslands eru spilliefni flokkuð eftir þessu kerfi.

Efni eru flokkuð eftir því hvernig þeim er fargað en mikilvægt er að athuga að þó efni lendi í sama flokki þarf samt að gá að því hvort megi blanda þeim saman.

Umbúðir á að merkja skilmerkilega með bókstaf þess flokkst sem við á og nafni efnis eða efna sem eru í ílátinu. Gáið að því að ekki er nóg að skrifa styttingar eða formúlur, það þarf að skrifa fullt nafn efnisins.

Það er þægilegt að byrja efst og vinna sig niður listann þegar verið er að finna réttan flokk.

Spilliefnaflokkur S

Raftæki

Dæmi:

  • Tölvur
  • Skjáir
  • Aflögð tæki
  • Rafmagnssnúrur

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki H ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Hvarfgjörn efni sem flokkast í spilliefnaflokk O
  • Kvikasilfur (Hg)

Mikilvægar ábendingar

  • Ljósaperum er safnað sérstaklega vegna þess að flúorperur og halogenperur og sparperur innihalda spilliefni, t.d. flúor og kvikasilfur, sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg.   

Spilliefnaflokkur O

Hvarfgjörn efni

Dæmi:

Oxandi efni samkvæmt flutningastaðli ADR 5.1

  • Bórat og Perbórat
  • Brómöt og perbrómöt
  • Klóröt og perklóröt
  • Vetnisperoxíð
  • Hýpóklórít (fast efni)
  • Iodates and periodates
  • Manganöt og permanganöt
  • Nítrat og nítrít sölt
  • Ólífræn peroxíð

Lífræn Peroxíð samkvæmt flutningastaðli ADR 5.2, efni samvæmt flutningastaðli ADR 8.11 og 8.12 mynda súrar gufur þegar þau hvarfast við vatn.

  • Álklóríð (vatnsfrítt)
  • Chlórsulfósýra
  • Járnklóríð (vatnsfrítt)
  • Fósfóroxýklóríð
  • Brennisteinsdíklóríð
  • Þíónýlklóríð

Efni sem samkvæmt flutningastaðli ADR 4.3 myndar eldfimt gas ef þau komast í snertingu við vatn.

  • Alkalímálmar og málmblöndur
  • Ál (duft)
  • Amíð og málmar
  • Hýdríð
  • Silicíð

Mikilvægar ábendingar

Gera skal ráðstafanir til að draga úr virkni efni í spilliefnaflokki O ef þess er kostur. Ofangreind efni og hópar eru aðeins dæmi, það eru mun fleiri efni í öllum þessum ADR flokkum.

Umbúðir:

Mismunandi efnum í flokki O verður að halda aðskildum. Ef úrgangi er ekki skilað í upprunalegum umbúðum skal nota hrein plastílát.

Spilliefnaflokkur K

Kvikasilfur

Dæmi:

  • Öll kvikasilfursambönd
  • Kvikasilfurshitamælar
  • Kvikasilfurslampar
  • Allt sem inniheldur kvikasilfur

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki H ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Hvarfgjörn efni sem flokkast í spilliefnaflokk O

Mikilvægar ábendingar

  • Blandið aldrei kvikasilfri saman við annan úrgang, haldið því aðskildu í þéttum umbúðum.
  • Ef farga skal kvikasilfri þarf að merkja það mjög vel og skilmerkilega.

Spilliefnaflokkur Z

Annar efnaúrgangur

Dæmi:

  • Asbest, pakkað skv. Reglum.
  • Blandaður úrgangur frá rannsóknastofum í litlum umbúðum.
  • Ísósýanöt
  • Oddhvassir hlutir, hnífsblöð og nálar o.s.frv. Í viðurkendum boxum.
  • Spreybrúsar og þrýstiflöskur
  • Tómar hættumerktar umbúðir
  • Óþekktur efnaúrgangur.

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki H ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Hvarfgjörn efni sem flokkast í spilliefnaflokk O
  • Kvikasilfur (Hg) er sett í spillliefnaflokk K
  • Lausar nálar eða hnífsblöð

Mikilvægar ábendingar

  • Lausar nálar og hnífsblöð eru hættulegar fyrir alla sem meðhöndla úrgang eftir að hann er flokkaður.
  • Óþekktur úrgangur er alltaf settur í spilliefnaflokk Z.

Spilliefnaflokkur T

Skordýraeitur

Dæmi:

  • Dichlorodiphenyltrichloroethane (DDT)

Skilyrði:

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki H ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Hvarfgjörn efni sem flokkast í spilliefnaflokk O
  • Kvikasilfur (Hg)

Mikilvægar ábendingar:

  • Ekki skal reyna að skola ílát undan skordýraeitri sem innihalda t.d. Vetnis sýaníð duft eða ál, magnesíum eða zink fósfíð þar sem þau mynda hættulegar gufur ef þau komast í snertingu við vatn.
  • Tómum ílátum undan skordýraeitri skal loka kyrfilega eins og kostur er og setja í spilliefnaflokk T

Spilliefnaflokkur X

Ólífræn efni

Dæmi:

  • Basískar lausnir sem innihalda sýaníð
  • Krómbrennisteinssýra
  • Flúorýra
  • Hýpóklórítlausnir
  • Málm hýdroxíð
  • Fósfórsýra
  • Saltsýra
  • Brennisteinssýra
  • Ólífræn sölt

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki H ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Lífræn efnasambönd s.s. Olíu, fitu eða annað
  • Hvarfgjörn efni sem flokkast í spilliefnaflokk O
  • Kvikasilfur (Hg) er sett í spillliefnaflokk K
  • Ísósýanöt eru sett í spilliefnaflokk Z

Mikilvægar ábendingar

  • Kvikasilfur er sett í spilliefnaflokk K
  • Ísósýanöt eru sett í spilliefnaflokk Z
  • Síaníðúrgangur skal hafa pH gildi hærra en 10 ef innihald er undir 3%. Ef styrkurinn er meiri en 3% skal það þynnt.

Spilliefnaflokkur A

Olíur

Dæmi:

Díselolía

  • Steinolía
  • Smurolía
  • Olíusíur
  • Olíumengaður jarðvegur

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki A ábyrgist að:

  • Úrgangurinn inniheldur aðeins olíuefni, hugsanlega blönduð með vatni eða jarðvegi.
  • engum fleytiefnum hefur verið blandað í olíuna.
  • halogenar eða brennisteinn eru í mesta lagi 1% innihalds og alls ekkert PCB
  • olían Inniheldur engin ólífræn efni
  • úrgangurinn er hvorki bor- eða skurðarolía
  • olían inniheldur ekki virk efni sem ætti að flokka í spilliefnaflokk O
  • olían Inniheldur ekki kvikasilfur (Hg)

Mikilvægar ábendingar

  • Olíufleyti tilheyra oftast spilliefnaflokkum H eða C eftir því sem við á.
  • Halogenar, brennisteinn og PCB tilheyra flokki B
  • Lífrænn úrgangur sem inniheldur að hámarki 50% vatn tilheyrir oftast hópi C.

Spilliefnaflokkur B

Halogenar og brennisteinn

Dæmi:

  • Klóróform
  • Tetrachlormethan
  • Freon
  • Methylenklóríð
  • Aðrar lausnir sem innihalda halogena
  • Framköllunarvökvar sem innihalda meira en 1% brennistein sem thiosúlfat
  • Lím sem inniheldur halogena
  • PVC úrgangur
  • Olía sem inniheldur PCB

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki B ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Hvarfgjörn efni sem eiga heima í spilliefnaflokki O
  • Kvikasilfur (Hg)
  • Ísósýanat
  • Skordýra- eða illgresiseitur

Mikilvægar ábendingar

  • Kvikasilfur tilheyrir spilliefnaflokki K
  • Ísósýanöt tilheyra spilliefnaflokki Z
  • Halogen og brennisteinslaus skurðarolía flokkast í spilliefnaflokk H
  • Ef magn halogena og brennisteins fer samanlagt yfir 1% fer úrgangurinn í spilliefnaflokk B.

Spilliefnaflokkur C

Lífræn leysiefni

Dæmi:

  • Asetón
  • Alkóhól
  • Bensen
  • Bensín
  • Ether
  • Terpentína
  • Tólúen
  • Xylen

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki C ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Meira en 50% Vatn.
  • Halogena, brennistein eða kvikasilfur
  • Hvarfgjörn efni sem eiga heima í spilliefnaflokki O

Mikilvægar ábendingar

  • Ef vatnsinnihald er meira en 50% fer úrgangurinn í spilliefnaflokk H
  • Halogenar, brennisteinn og PCB tilheyra flokki B
  • Kvikasilfur tilheyrir spilliefnaflokki K

Spilliefnaflokkur H

Lífrænn efnaúrgangur

Dæmi:

  • Amín
  • Bor- og skurðarolía
  • Ediksýra
  • Epoxy sambönd
  • Etýlen glýkól
  • Festivökvi
  • Formalín
  • Lífræn Sölt
  • Lífræn Sýra
  • Fenól
  • Sápa

Skilyrði

Sá sem skilar úrgangi í spilliefnaflokki H ábyrgist að hann innihaldi ekki:

  • Hvarfgjörn efni sem eiga heima í spilliefnaflokki O
  • Halogena, brennistein eða kvikasilfur

Mikilvægar ábendingar

  • Hvarfgjörn efni flokkast í spilliefnaflokk O
  • Halogenar, brennisteinn og PCB tilheyra flokki B
  • Kvikasilfur tilheyrir spilliefnaflokki K
  • Ísósýanöt tilheyra spilliefnaflokki Z