Öryggi þungaðra kvenna og kvenna með barn á brjósti. 

Nokkur efni sem unnið er með á rannsóknastofu geta valdið fósturskaða. Þegar konu fer að gruna að hún sé ólétt ætti hún að láta yfirmann sinn vita. Fóstrið er viðkvæmast fyrir eituráhrifum á fyrsta þriðjungi meðgöngu og það er engin ástæða til að taka neina áhættu. Mikilvægt er að gera áhættumatið eins fljótt og kostur er og að konan sjálf taki þátt í gerð þess.

Yfirmaður ber ábyrgð á að áhættumat sé gert og því framfylgt.

Meðal þess sem á að taka afstöðu til er:

  • Almennar vinnuaðstæður og vinnuvernd
    • Vinna í erfiðum eða óþægilegum stellingum
    • Erfiðisvinna af öllu tagi
  • Efnafræðilegir þættir
    • Efni með hættusetningar á bilinu H360-H370 eru sérstaklega varasöm
      • H360 Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði.
      • H360F Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi.
      • H360D Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
      • H360FD Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi . Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
      • H360Fd Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi . Grunur um að það geti haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
      • H360Df Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði. Grunur um að geti haft skaðleg áhrif á frjósemi.
      • H361 Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði.
      • H361f Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi.
      • H361d Grunað um að hafa skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
      • H360Df Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði . Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi.
      • H362 Getur skaðað börn á brjósti.
    • Upplýsingar er að finna í SDS fyrir þau efni sem vinna skal með
  • Líffræðilegir þættir
    • Vinna með smitandi bakteríur eða veirur
    • Jónandi- og/eða rafsegulgeislun

Þungun er breytilegt ástand og áhættumatið þarf að taka mið af því.

Á heimasíðu vinnueftirlitsins er að finna leiðbeiningar um hvernig gera skal áhættumat:

Áhættumat á starfsumhverfi þungaðra kvenna

Athugið að flokkar hættusetninga hafa tekið breytingum síðan þessar leiðbeiningar voru gefnar út, nú eru hættusetningar á bilinu H360 – H370 fyrir efni sem eru sérstaklega varasöm fyrir börn í móðurkviði.

Reglugerð 931/2000 og breytingar á henni: 453/2016:

Reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.

Reglugerðin er sett með hliðsjón af tilskipun evrópusambandsins sem gildir á evrópska efnahagssvæðinu: Council Directive 92/85/EEC

Íslensk lög og reglur sem líka skipta máli:

Athugið að það er litið á stúdenta sem vinna á rannsóknastofum, verkstæðum o.s.frv. sem starfsmenn og þeir njóta sömu réttinda samkvæmt vinnuverndarlögum.