Persónuhlífar

Það er mikilvægt að klæða sig rétt á rannsóknastofunni.

Remote video URL

Sloppur verndar ekki bara fötin sem þú ert í heldur er hann helsta vörnin gegn hættulegum efnum. Sloppurinn á að hylja allan fatnað og mælt er með að nota bómullarslopp því hann brennur síður en gerfiefnasloppur. Það á að vera auðvellt að hneppa sloppnum eða smella og það verður að vera hægt að fara hratt úr honum, t.d. ef það slettist eitthvað ætandi á hann eða ef kviknar í honum. Sloppinn verður að þvo reglulega en þó ekki með öðrum þvotti. Ef eitthvað slettist á sloppinn verður að meta hvort á að þvo hann eða henda honum.

Ávallt skal vera með öryggisgleraugu ef unnið er með efni á rannsóknastofu, hvort sem þau eru á föstu eða fljótandi formi. Helmingur skráðra efnaóhappa á rannsóknastofum hér á landi eru augnslys. Hver og einn ætti að eiga sín eigin öryggisgleraugu. Venjuleg gleraugu veita aðeins takmarkaða vörn, best er að nota öryggisgleraugu. Það er í lagi að vera með linsur ef maður er með öryggisgleraugu líka.

Notið hanska! Þeir eru mikilvæg vörn gegn ætandi og heilsuspillandi efnum. Þeir vernda mann gegn smiti úr lífsýnum og örverum. Þeir verja líka sýnin manns fyrir bakteríum eða óhreinindum af höndum manns sjálfs. Alment gildir að ef eitthvað slettist á hendurnar á manni þá verja hanskarnir mann rétt á meðan maður tekur þá af sér. Notið hanska!

Kynntu þér hvaða hanskar eru bestir fyrir þau efni sem þú ert vinna með og hve vel þeir þola efnið.

  • Veldu hanska sem þola efnið sem þú ert að vinna með. Kynntu þér upplýsingar á öryggisblöðum, þar er oft mælt með tilteknum hönskum ef þess er þörf.
  • Veldu þér rétta stærð af hönskum, of litlir hanskar eiga það til að rifna en of stórir hanskar geta þvælst fyrir.
  • Áður en þú byrjar að vinna skaltu skoða hanskana og ganga úr skugga um að þeir séu heilir, jafnvel þó þeir séu nýir.
  • Ef efni sem þú veist að er sterkur leysir eða sterk sýra skaltu skipta um hanska. Það er vissara
  • Athugið að einnota hanskar geta verið eldfimir, farið varlega með eld.
  • Farið rétt úr hönskum. Flettið fyrri hanskanum af og pakkið honum inn í lófann á þeim seinni og flettið honum utanyfir allt. Þannig eru óhreinindi lokuð inni.
  • Reynið ekki að nota einnota hanska aftur, þeir eru einnotat
  • Verið aldrei í hönskum utan rannsóknastofunnar og takið af ykkur hanska áður en þið svarið í símann eða takið í hurðarhún eða notið lyklaborð.

Ef hætta er á ryki, úða eða uppgufun af efni er nauðsynlegt að nota maska eða grímu og/eða vinna í sogskáp. Það er líka sjálfsagt að sýna samstarfsfólki þá nærgætni að vera með slík efni inni í sogskáp þannig að allt herbergið mengist ekki af einhverjum óþef eða óþverra.

Ekki má vera með sítt slegið hár þegar unnið er á rannsóknastofu. Sítt hár á að binda í tagl, hnút eða fléttu. Sítt hár getur flækst í tækjum fengið á sig efni eða jafnvel slæðst inn í eld.

Notið ávallt viðeigandi lokaðan skófatnað og síðar buxur. Ekki nota háhælaða skó! Ekki nota opna sandala eða annan opinn skófatnað á rannsóknastofunni. Ef eitthvað hellist niður er líklegast að það lendi á tánum á þér. Fimmtungur efnaslysa verður þegar hættuleg efni slettast á fætur.

Þegar unnið er með geislavirk efni eða röntgengeisla er mikilvægt að takmarka þá geislun sem maður verður fyrir. Þegar unnið er með röntgengeisla er mikilvægt að vera ætíð á bak við geislahlíf eða nota blýsvuntu. Mikilvægt er að þessar varnir verndi ytri og innri kynfæri gegn geislun. Sé unnið með geislavirk efni er mikilvægt að skerma efnið af með viðeigandi geislahlíf, t.d. úr plexigleri eða blýi eftir því sem við á.