Sogskápar

Sogskápar, stundum líka kallaður súgskápar eða húdd, eru vinnuskápar þar sem er loft er stöðugt sogað inn um opinn framendann og út um rör, út úr húsinu.

Skápnum er ætlað að verja þann sem er að vinna í honum fyrir óþef eða óþægilegum, stundum hættulegum, gufum sem stíga upp af efnum sem hann er að vinna með.

Loftið sem fer í gegnum sogskápa er ekki síað. 

  • Geymið sem minnst af dóti inni í skápnum, virkni skápsins byggir á því að loft streymi vel um hann. Haldið a.m.k. helmingi af flatarmáli skápsins tómu ef þess er nokkur kostur.
  • Setjið ílát og tæki a.m.k. 15cm inn i skápinn.
  • Setjið ílát og tæki til hliðar í skápnum, ekki beint fyrir framan ykkur.
  • Athugið loftstreymið, í mörgum skápum er loftflæðimælir. Ef enginn mælir er í skápnum má halda blaði við opið til að sjá hvort það sogast inn.
  • Opnið skápinn ekki of mikið, á sogskápum er merki sem gefur til kynna hve mikið skápurinn má vera opinn til að halda hámarksflæði.
  • Vinnið a.m.k. 15cm innan við brún skápsins.
  • Hafið glugga og hurðir lokaðar á rannsóknastofunni. Hönnun loftræstikerfa miðar við að gluggar séu lokaðir og ekki er gott að hafa of mikla loftsveipi framan við skápinn eins og þegar einhver gengur framhjá.
  • Sogskápar eru ekki öryggisskápar. Þó þeir líti kannski svipað út er virkni þeirra mjög ólík. Í öryggisskápum er loftið síað í hringrás en í sogskápum er loftinu dælt beint í gegn.