Hættusetningar

Hættusetningar

Athugið að á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir að bætt sé við upplýsingum sem eiga sérstaklega við tiltekið efni.

Hætta vegna eðliseiginleika

  • H200 Óstöðugt, sprengifimt efni.
  • H201 Sprengifimt efni, hætta á alsprengingu.
  • H202 Sprengifimt efni, mikil hætta á sprengibroti.
  • H203 Sprengifimt efni, hætta á bruna, höggbylgju eða sprengibrotum.
  • H204 Hætta á bruna eða sprengibrotum.
  • H205 Hætta á alsprengingu í bruna.
  • H220 Afar eldfim lofttegund.
  • H221 Eldfim lofttegund.
  • H222 Úðabrúsi með afar eldfimum efnum.
  • H223 Úðabrúsi með eldfimum efnum.
  • H224 Afar eldfimur vökvi og gufa.
  • H225 Mjög eldfimur vökvi og gufa.
  • H226 Eldfimur vökvi og gufa.
  • H228 Eldfimt, fast efni.
  • H229 Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun.
  • H230 Getur hvarfast með sprengingu, jafnvel án andrúmslofts
  • H231 Getur hvarfast með sprengingu, jafnvel án andrúmslofts, við aukinn þrýsting og/eða hitastig.
  • H240 Sprengifimt við hitun.
  • H241 Eldfimt eða sprengifimt við hitun.
  • H242 Eldfimt við hitun.
  • H250 Kviknar í sjálfkrafa við snertingu við loft.
  • H251 Sjálfhitandi, hætta á sjálfsíkviknun.
  • H252 Sjálfhitandi í miklu efnismagni, hætta á sjálfsíkviknun.
  • H260 Í snertingu við vatn myndast eldfimar lofttegundir sem er hætt við sjálfsíkviknun.
  • H261 Eldfimar lofttegundir myndast við snertingu við vatn.
  • H270 Getur valdið eða aukið bruna, eldmyndandi (oxandi).
  • H271 Getur valdið bruna eða sprengingu, mjög eldmyndandi (oxandi).
  • H272 Getur aukið bruna, eldmyndandi (oxandi).
  • H280 Inniheldur lofttegund undir þrýstingi, getur sprungið við hitun.
  • H281 Inniheldur kælda lofttegund, getur valdið kalsárum.
  • H290 Getur verið ætandi fyrir málma.

Hættuleg heilsu

  • H300 Banvænt við inntöku.
  • H301 Eitrað við inntöku.
  • H302 Hættulegt við inntöku.
  • H304 Getur verið banvænt við inntöku ef það kemst í öndunarveg.
  • H310 Banvænt í snertingu við húð.
  • H311 Eitrað í snertingu við húð.
  • H312 Hættulegt í snertingu við húð.
  • H314 Veldur alvarlegum bruna um húð og augnskaða.
  • H315 Veldur húðertingu.
  • H317 Getur valdið ofnæmisviðbrögðum í húð.
  • H318 Veldur alvarlegum augnskaða.
  • H319 Veldur alvarlegri augnertingu.
  • H330 Banvænt við innöndun.
  • H331 Eitrað við innöndun.
  • H332 Hættulegt við innöndun.
  • H334 Getur valdið ofnæmis- eða asmaeinkennum eða öndunarerfiðleikum við innöndun.
  • H335 Getur valdið ertingu í öndunarfærum.
  • H336 Getur valdið sljóleika eða svima.
  • H340 Getur valdið erfðagöllum (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H341 Grunað um að valda erfðagöllum (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H350 Getur valdið krabbameini (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H350i Getur valdið krabbameini við innöndun.
  • H351 Grunað um að valda krabbameini (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H360 Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði (tilgreinið sérstök áhrif ef þau eru kunn) (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H360F Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi.
  • H360D Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
  • H360FD Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi . Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
  • H360Fd Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi . Grunur um að það geti haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
  • H360Df Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði. Grunur um að geti haft skaðleg áhrif á frjósemi.
  • H361 Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði (tilgreinið sérstök áhrif ef þau eru kunn) (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H361f Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi.
  • H361d Grunað um að hafa skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.
  • H360Df Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði . Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi.
  • H362 Getur skaðað börn á brjósti.
  • H370 Skaðar líffæri (eða tilgreinið öll líffæri sem verða fyrir áhrifum, ef þau eru kunn) (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H371 Getur skaðað líffæri (eða tilgreinið öll líffæri sem verða fyrir áhrifum, ef þau eru kunn) (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H372 Skaðar líffæri (tilgreinið öll líffæri sem verða fyrir áhrifum, ef þau eru kunn) við langvinn eða endurtekin váhrif (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).
  • H373 Getur skaðað líffæri (tilgreinið öll líffæri sem verða fyrir áhrifum, ef þau eru kunn) við langvinn eða endurtekin váhrif (tilgreinið váhrifaleið ef sannað hefur verið svo óyggjandi sé að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér).

Hættuleg umhverfinu

  • H400 Mjög eitrað lífi í vatni.
  • H410 Mjög eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif.
  • H411 Eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif.
  • H412 Skaðlegt lífi í vatni, hefur langvinn áhrif.
  • H413 Getur valdið langvinnum, skaðlegum áhrifum á líf í vatni.
  • H420 Skaðar lýðheilsu og umhverfið með því að eyða ósoni í háloftunum

Samsettar setningar

  • H300 + H310 Banvænt við inntöku eða snertingu við húð
  • H300 + H330 Banvænt við inntöku eða innöndun
  • H310 + H330 Banvænt í snertingu við húð eða innöndun
  • H300 + H310 + H330 Banvænt við inntöku, snertingu við húð eða innöndun
  • H301 + H311 Eitrað við inntöku eða snertingu við húð
  • H301 + H331 Eitrað við inntöku eða innöndun
  • H311 + H331 Eitrað í snertingu við húð eða innöndun
  • H301 + H311 + H331 Eitrað við inntöku, snertingu við húð eða innöndun
  • H302 + H312 Hættulegt við inntöku eða snertingu við húð
  • H302 + H332 Hættulegt við inntöku eða innöndun
  • H312 + H332 Hættulegt í snertingu við húð eða innöndun
  • H302 + H312 + H332 Hættulegt við inntöku, snertingu við húð eða innöndun

Allar Hættusetningar hér fyrir ofan hafa alþjóðlegt gildi. Setningarnar sem fylgja hér fyrir neðan gilda einungis í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu.

EUH setningar

  • EUH 001 Sprengifimt sem þurrefni.
  • EUH 006 Sprengifimt með og án andrúmslofts.
  • EUH 014 Hvarfast kröftuglega við vatn.
  • EUH 018 Getur myndað eldfimar eða sprengifimar blöndur af efnagufu og andrúmslofti við notkun.
  • EUH 019 Getur myndað sprengifim efnasambönd (peroxíð).
  • EUH 044 Sprengifimt við hitun í lokuðu rými.
  • EUH 029 Myndar eitraða lofttegund í snertingu við vatn.
  • EUH 031 Myndar eitraða lofttegund í snertingu við sýru.
  • EUH 032 Myndar mjög eitraða lofttegund í snertingu við sýru.
  • EUH 066 Endurtekin snerting getur valdið þurri eða sprunginni húð.
  • EUH 070 Eitrað í snertingu við augu.
  • EUH 071 Ætandi fyrir öndunarfærin.
  • EUH 059 Hættulegt ósonlaginu.
  • EUH 201/201A Inniheldur blý. Notist ekki á yfirborð hluta sem ætla má að börn tyggi eða sjúgi. Varúð! Inniheldur blý.
  • EUH 202 Sýanóakrýlat. Hætta. Límist við húð og augu á nokkrum sekúndum. Geymist þar sem börn ná ekki til.
  • EUH 203 Inniheldur sexgilt króm . Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.
  • EUH 204 Inniheldur ísósýanöt. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.
  • EUH 205 Inniheldur epoxýefnisþætti. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.
  • EUH 206 Varúð! Notist ekki með öðrum vörum. Getur gefið frá sér hættulegar lofttegundir (klór).
  • EUH 207 Varúð! Inniheldur kadmíum. Hættulegar gufur myndast við notkun. Sjá upplýsingar frá framleiðanda. Farið eftir öryggisleiðbeiningunum.
  • EUH 208 Inniheldur (heiti næmandi efnis). Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.
  • EUH 209/209A Getur orðið mjög eldfimt við notkun. Getur orðið eldfimt við notkun.
  • EUH 210 Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið.
  • EUH 401 Fylgið notkunarleiðbeiningum til að varast hættu fyrir heilbrigði manna og umhverfið.