Varnaðarsetningar

Varnaðarsetningar

Athugið að á nokkrum stöðum er ætlast til að settar séu inn sértækar upplysingar fyrir tiltekið efni.

Almennar varnaðarsetningar

  • P101 Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk.
  • P102 Geymist þar sem börn ná ekki til.
  • P103 Lesið merkimiðann fyrir notkun.

Varnaðarsetningar — forvarnir

  • P201 Aflið sérstakra leiðbeininga fyrir notkun.
  • P202 Nauðsynlegt er að lesa og skilja allar viðvaranir áður en efnið er notað.
  • P210 Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar.
  • P211 Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald.
  • P220 Má ekki nota eða geyma í námunda við fatnað/.../brennanleg efni.
  • P221 Gætið þess að blanda efninu ekki saman við brennanleg efni/...
  • P222 Má ekki komast í snertingu við andrúmsloft.
  • P223 Má ekki komast í snertingu við vatn.
  • P230 Haldið röku með...
  • P231 Meðhöndlið undir óhvarfgjarnri lofttegund.
  • P232 Verjið gegn raka.
  • P233 Ílát skal vera vel lukt.
  • P234 Má aðeins geyma í upprunalegu íláti.
  • P235 Geymist á köldum stað.
  • P240 Jarðtengið/spennujafnið ílát og viðtökubúnað.
  • P241 Notið sprengiheld rafföng/loftræstibúnað/lýsingu/...
  • P242 Notið ekki verkfæri sem mynda neista.
  • P243 Gerið varúðarráðstafanir gegn stöðurafmagni.
  • P244 Gætið þess að ekki sé feiti og olía á lokum og tengingum.
  • P250 Má ekki verða fyrir hnjaski/höggi/..../núningi.
  • P251 Ekki má gata eða brenna brúsa jafnvel þótt þeir séu tómir.
  • P260 Andið ekki að ykkur ryki/reyk/lofttegund/úða/gufu/ýringi.
  • P261 Gætið þess að anda ekki inn ryki/reyk/lofttegund/úða/gufu/ýringi.
  • P262 Má ekki koma í augu eða á húð eða föt.
  • P263 Forðist alla snertingu við efnið meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur.
  • P264 Þvoið...vandlega eftir meðhöndlun.
  • P270 Neytið ekki matar, drykkjar eða tóbaks við notkun þessarar vöru.
  • P271 Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými.
  • P272 Ekki skal farið með vinnuföt af vinnustað hafi þau óhreinkast af efninu.
  • P273 Forðist losun út í umhverfið.
  • P280 Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar.
  • P281 Notið tilskildar persónuhlífar.
  • P282 Klæðist kuldaeinangrandi hönskum/andlitshlífum/augnhlífum.
  • P283 Klæðist brunaþolnum/eldþolnum/eldtefjandi fatnaði.
  • P284 Notið öndunarhlífar [ef loftræsting er ófullnægjandi].
  • P285 Notið öndunarhlífar ef loftræsting er ófullnægjandi.
  • P231 + P232 Meðhöndlið undir óhvarfgjarnri lofttegund. Verjið gegn raka.
  • P235 + P410 Geymist á köldum stað. Hlífið við sólarljósi.

Varnaðarsetningar — viðbrögð

  • P301 EFTIR INNTÖKU:
  • P302 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ:
  • P303 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ (eða í hár):
  • P304 EFTIR INNÖNDUN:
  • P305 BERIST EFNIÐ Í AUGU:
  • P306 EF EFNIÐ FER Á FÖT:
  • P307 EF um váhrif er að ræða:
  • P308 EF um váhrif eða hugsanleg váhrif er að ræða:
  • P309 EF um váhrif er að ræða eða ef lasleika verður vart:
  • P310 Hringið umsvifalaust í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/...
  • P311 Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/...
  • P312 Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/... ef lasleika verður vart.
  • P313 Leitið læknis.
  • P314 Leitið læknis ef lasleika verður vart.
  • P315 Leitið umsvifalaust læknis.
  • P320 Brýnt er að fá sérstaka meðferð (sjá .... á þessum merkimiða).
  • P321 Sérstök meðferð (sjá .... á þessum merkimiða).
  • P322 Sérstakar ráðstafanir (sjá .... á þessum merkimiða).
  • P330 Skolið munninn.
  • P331 EKKI framkalla uppköst.
  • P332 Ef efnið ertir húð:
  • P333 Ef efnið ertir húð eða útbrot koma fram:
  • P334 Sökkvið í kalt vatn/vefjið með blautu sárabindi.
  • P335 Dustið lausar agnir af húðinni.
  • P336 Vermið kalna líkamshluta með volgu vatni. Ekki nudda skaddaða svæðið.
  • P337 Ef augnerting er viðvarandi:
  • P338 Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram.
  • P340 Flytjið viðkomandi í ferskt loft og hafið hann í stellingu sem léttir öndun.
  • P341 Ef viðkomandi á erfitt með öndun skal flytja hann í ferskt loft og láta hann hvílast í stellingu sem léttir öndun.
  • P342 Ef vart verður einkenna frá öndunarvegi:
  • P350 Þvoið varlega með mikilli sápu og vatni.
  • P351 Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur.
  • P352 Þvoið með miklu vatni/...
  • P353 Skolið húðina með vatni/Farið í sturtu.
  • P360 Föt og húð, sem óhreinkast af efninu, skal skola strax með miklu vatni áður en farið er úr fötunum.
  • P361 Farið strax úr fötum sem óhreinkast af efninu.
  • P362 Farið úr fötum sem óhreinkast af efninu.
  • P363 Þvoið föt, sem óhreinkast af efninu, fyrir næstu notkun.
  • P364 Og þvoið fyrir næstu notkun.
  • P370 Ef eldur kemur upp:
  • P371 Þegar um mikinn eld og mikið efnismagn er að ræða:
  • P372 Sprengihætta ef eldur kemur upp.
  • P373 EKKI reyna að slökkva eld ef hann kemst að sprengifimum efnum.
  • P374 Beitið eðlilegum varúðarráðstöfunum við slökkvistörf og verið í hæfilegri fjarlægð frá eldinum.
  • P375 Verið í fjarlægð frá eldinum við slökkvistörf vegna sprengihættu.
  • P376 Stöðvið leka ef það er óhætt.
  • P377 Eldur í lekandi gasi: Reynið ekki að slökkva eldinn nema hægt sé að stöðva lekann á öruggan máta.
  • P378 Notið ... til að slökkva eldinn.
  • P380 Rýmið svæðið.
  • P381 Fjarlægið alla íkveikjuvalda ef það er óhætt.
  • P390 Sogið upp allt sem hellist niður til að afstýra eignatjóni.
  • P391 Safnið upp því sem hellist niður.
  • P301 + P310 EFTIR INNTÖKU: Hringið umsvifalaust í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/...
  • P301 + P312 EFTIR INNTÖKU: Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/... ef lasleika verður vart.
  • P301 + P330 + P331 EFTIR INNTÖKU: Skolið munninn. EKKI framkalla uppköst.
  • P302 + P334 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Sökkvið í kalt vatn/vefjið með blautu sárabindi.
  • P302 + P350 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið varlega með mikilli sápu og vatni.
  • P302 + P352 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni/...
  • P303 + P361 + P353 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ (eða í hár): Farið strax úr fötum sem óhreinkast af efninu. Skolið húðina með vatni/Farið í sturtu.
  • P304 + P340 EFTIR INNÖNDUN: Flytjið viðkomandi í ferskt loft og hafið hann í stellingu sem léttir öndun.
  • P304 + P341 EFTIR INNÖNDUN: Ef viðkomandi á erfitt með öndun skal flytja hann í ferskt loft og láta hann hvílast í stellingu sem léttir öndun.
  • P305 + P351 + P338 BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram.
  • P306 + P360 EF EFNIÐ FER Á FÖT: Föt og húð, sem óhreinkast af efninu, skal skola strax með miklu vatni áður en farið er úr fötunum.
  • P307 + P311 EF um váhrif er að ræða: Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ eða lækni.
  • P308 + P311 EF um váhrif eða hugsanleg váhrif er að ræða: Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/...
  • P308 + P313 EF um váhrif eða hugsanleg váhrif er að ræða: Leitið læknis.
  • P309 + P311 EF um váhrif er að ræða eða ef lasleika verður vart: Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ eða lækni.
  • P332 + P313 Ef efnið ertir húð: Leitið læknis.
  • P333 + P313 Ef efnið ertir húð eða útbrot koma fram: Leitið læknis.
  • P335 + P334 Dustið lausar agnir af húðinni. Sökkvið í kalt vatn/vefjið með blautu sárabindi.
  • P337 + P313 Ef augnerting er viðvarandi: Leitið læknis.
  • P342 + P311 Ef vart verður einkenna frá öndunarvegi: Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/...
  • P361 + P364 Farið þegar úr fötum, sem óhreinkast af efninu, og þvoið fyrir næstu notkun.
  • P362 + P364 Farið úr fötum, sem óhreinkast af efninu, og þvoið fyrir næstu notkun.
  • P370 + P376 Ef eldur kemur upp: Stöðvið leka ef það er óhætt.
  • P370 + P378 Ef eldur kemur upp: Notið ... til að slökkva eldinn.
  • P370 + P380 Ef eldur kemur upp: Rýmið svæðið.
  • P370 + P380 + P375 Ef eldur kemur upp: Rýmið svæðið. Verið í fjarlægð frá eldinum við slökkvistörf vegna sprengihættu.
  • P371 + P380 + P375 Þegar um mikinn eld og mikið efnismagn er að ræða: Rýmið svæðið. Verið í fjarlægð frá eldinum við slökkvistörf vegna sprengihættu.

Varnaðarsetningar — geymsla

  • P401 Geymist ...
  • P402 Geymist á þurrum stað.
  • P403 Geymist á vel loftræstum stað.
  • P404 Geymist í lokuðu íláti.
  • P405 Geymist á læstum stað.
  • P406 Geymist í tæringarþolnu/...íláti með tæringarþolnu innra lagi.
  • P407 Hafið loftbil á milli stafla/vörubretta.
  • P410 Hlífið við sólarljósi.
  • P411 Geymist við hitastig sem er ekki hærra en … °C.
  • P412 Hlífið við hærri hita en 50 °C.
  • P413 Ef búlkavara vegur meira en ... kg skal ekki geyma hana í hærri hita en… °C.
  • P420 Má ekki geyma hjá öðru efni.
  • P422 Geymið innihald undir ...
  • P402 + P404 Geymist á þurrum stað. Geymist í lokuðu íláti.
  • P403 + P233 Geymist á vel loftræstum stað. Umbúðir skulu vera vel luktar.
  • P403 + P235 Geymist á vel-loftræstum stað. Geymist á köldum stað.
  • P410 + P403 Hlífið við sólarljósi. Geymist á vel loftræstum stað.
  • P410 + P412 Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C.
  • P411 + P235 Geymist á köldum stað við hitastig sem er ekki hærra en … °C.

Varnaðarsetningar — förgun

  • P501 Fargið innihaldi/íláti hjá ...
  • P502 Leitið til framleiðanda/ birgis um upplýsingar varðandi endurnýtingu/ endurvinnslu