Sameinuðu þjóðirnar gefa út mjög ítarlegt flokkunarkerfi sem gengur undir nafninu GHS, “Globally Harmonized System of Classification and Labelling of Chemicals”. Í því er að finna mjög ítarlegar útskýringar á því hvernig skal merkja efni og flokka eftir því hverjir eiginleikar þeirra eru og hvaða hætta stafar af þeim.
Evrópusambandið tók þessar reglur og gerði að sínum með nokkrum viðbótum. Hjá Evrópusambandinu gengur kerfið undir nafninu CLP, “Chemical Labeling and Packaging” sem á íslensku kallast "Flokkun, merking og pökkun" Allir þeir sem selja efni innan Evrópu verða að lúta þessum reglum og þessar reglur gilda á Íslandi.
CLP er ætlað að liðka fyrir alþjóðlegri verslun með efni með því að staðla upplýsingar og merkingar sem framleiðendum er skylt að láta fylgja með efnum sem þeir selja.
Upplýsingum um hættu sem stafar af efnum er komið til skila með varnaðarorðum, hættu- og varnaðarsetningum og myndtáknum og öryggisblöðum. Kynnið ykkur vel þessar upplýsingar!
Samkvæmt CLP þarf að fylgja hverju efni sérstakt skjal sem kallað er SDS, “Safety Data Sheet”. Í SDS er gerð er grein fyrir þeirri hættu sem stafar af efninu, hvernig á að verjast þeirri hættu og hvernig á að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis. SDS skjöl skiptist í 16 kafla sem allir þurfa að vera til staðar og í sömu röð hvert sem efnið er og hver sem framleiðandinn er.
Kaflarnir eru þessir:
- 1. kafli: Auðkenning efnisins eða blöndunnar og fyrirtækisins sem framleiðir það.
- 2. kafli: Hættugreining
- 3. kafli: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni.
- 4. kafli: Ráðstafanir í skyndihjálp
- 5. kafli: Ráðstafanir vegna slökkviaðgerða
- 6. kafli: Ráðstafanir ef efni fer óvart til spillis eða er losað fyrir slysni
- 7. kafli: Meðhöndlun og geymsla
- 8. kafli: Persónuvarnir
- 9. kafli: Eðlis og efnafræðilegir eiginleikar
- 10. kafli: Stöðugleiki og hvarfgirni
- 11. kafli: Eiturefnafræðilegar upplýsingar
- 12. kafli: Vistfræðilegar upplýsingar
- 13. kafli: Förgun
- 14. kafli: Upplýsingar um flutninga
- 15. kafli: Upplýsingar varðandi regluverk
- 16. kafli: Aðrar upplýsingar
Varnaðarorðin eru tvö: Varúð og Hætta. Þeim er ætlað að gefa til kynna almennt hættustig efnis eða efnablöndu.
Myndmerkin gefa til kynna á myndrænan hátt hvaða hætta stafar af efni. Myndmerkin eru skýr og greinileg og auðskiljanleg.
- Óstöðug sprengiefni Geta sprungið við högg, upphitun eða önnur utanaðkomandi áhrif.
- Sjálfhvarfgjörn efni og efnablöndur.
- Lífræn peroxíð
- Púður, dýnamít
- Eldfim, sjálfíkveikjandi, loftkveikjandi, eða kveikifim efni: Gös, gufur, vökvar eða föst efni.
- Sjálfhitandi efni Línolía og fleiri lífrænar olíur.
- Lífræn peroxíð geta myndað eldfimar lofttegundir ef þau komast í snertingu við vatn.
- Natríum, magnesíum og málmduft
- Eldnærandi og/eða Oxandi efni Geta kveikt í brennanlegum efnum án þess að eldur eða neisti sé borinn að; þau eru eldmyndandi eða íkveikjandi.
- Geta líka magnað bruna og valdið sprengingum.
- Peroxíð, ammoníumnítrat, klór, súrefni
- Gas undir þrýstingi. Getur verið þétt, fljótandi, kælt eða uppleyst gas.
- Ílátin geta sprungið við hita eða hnjask. Gasið getur lekið út og dreifst, brunnið eða sprungið, valdið eitrun, köfnun eða kalsárum eftir eiginleikum gassins.
- Köfnunarefni, kolsýra, kósangas ofl.
- Ætir húð og veldur alvarlegum augnskaða. Nauðsynlegt er að verja augun sérstaklega vel við meðhöndlun og hafa augnskol við hendina.
- Þessi efni tæra einnig málma.
- Saltsýra, brennisteinssýra, saltpéturssýra, vítissódi
- Mjög eitrað hvort sem er við inntöku, innöndun eða ef það lendir á húð.
- Klór, blásýra, skordýraeitur, metanól, flúrsýra.
- Eitrað hvort sem er við inntöku, innöndun eða ef það lendir á húð.
- Ertir eða næmir húð Ertir augu Ertir öndunarveg. Veldur eituráhrifum
- Næmir öndunarveg Veldur stökkbreytingum á kynfrumum.
- Krabbameinsvaldur
- Eituráhrif á æxlun
- Veldur bráðri umhverfishættu í vistkerfum og vatnakerfum.
- Veldur langtíma umhverfisspjöllum í vatnakerfum.
Hættusetningum er gefinn sérstakur kóði sem samanstendur af einum bókstaf og þremur tölum.
- A) Fremst er bókstafurinn H sem þýðir hætta eða hættusetning. Upphaflega stendur H fyrir enska orðið Hazard eða Hazard statement.
- B) Næst kemur tala sem gefur til kynna hvaða hættuflokki efnið tilheyrir.
- 2 - Efnisleg hætta, t.d. sprengi- eða eldhætta
- 3 - Hættulegt heilsu, t.d. eitrað eða krabbameinsvaldandi
- 4 - Hættulegt umhverfinu, t.d. hættulegt vatnalífi eða eyðir ozoni
- C) Næst kemur tveggja stafa tala til nánari skilgreiningar. T.d. frá 200 – 210 eru sprengiefni og 220 – 230 eru eldfim efni.
- D) Hverju númeri fylgir stöðluð setning sem lýsir hættunni, t.d. er setningin fyrir H315: Veldur Húðertingu en fyrir H317: Getur valdið ofnæmisviðbrögðum á húð.
Til viðbótar við stakar setningar eru nokkrar samsettar úr fleiri en einni setningu. Þetta er gefið til kynna með + merki, til dæmis H300 + H310 + H330 sem er samsett úr þremur setningum og þýðir “Banvænt við inntöku, snertingu við húð eða innöndun” svo tekið sé frekar dramatískt dæmi.
Athugið að kóðinn er aðeins ætlaður sem tilvísun en er ekki hluti af hættusetningunni og ætti ekki að nota hann í staðinn fyrir setninguna.
Varnaðarsetningum er gefinn sérstakur kóði sem samanstendur af einum bókstaf og þremur tölum.
- A) Fremst er bókstafurinn P sem stendur fyrir ensku orðin “Precaution” eða Precaution statement” en við tölum um varnaðarsetningar eða varnaðarorð.
- B) Næst kemur tala sem gefur til kynna varúðarflokk
- 1 – Almenn varúð
- 2 – Forvarnir
- 3 - Viðbragð (við slysi, fyrsta hjálp)
- 4 – Geymsla
- 5 – Losun eða förgun
- C) Næst er tveggja stafa tala til nánari skilgreiningar
- D) Hverju númeri fylgja stöðluð varnaðarorð.
Athugið að kóðinn er aðeins ætlaður sem tilvísun en er ekki hluti af hættusetningunni og ætti ekki að nota hann í staðinn fyrir setninguna.