Viðbrögð við ógnandi hegðun

    Ef einstaklingur er með ógnandi tilburði:
    • Er greinilega pirraður og óstýrilátur eða virðist árásargjarn
    • Er þvoglumæltur og talar sundurlaust
    • Er með skringilega eða óviðeigandi tilburði
    • Er með hótanir og ofbeldi við fólk og hluti
    Haltu ró þinni
    • Talaðu rólega og kurteislega jafnvel þó viðmælandinn sé það ekki
    • Biddu viðkomandi um að senda skriflega kvörtun
    • Reyndu að beina athyglinni frá viðkomandi einstaklingi
    • Leyfðu viðkomandi að kára að tala, ekki grípa frammí
    • Hugsaðu í lausnum
    • Ekki fara að rífast eða öskra á móti
    • Ekki hóta eða espa eða hæðast að viðkomandi
    • Ekki snerta eða ýta við viðkomandi
    Ef þér líður ekki vel í aðstæðunum skaltu óska eftir aðstoð
    • Talaðu við næsta samstarfsmann
    • Stattu upp og leitaðu aðstoðar í næsta rými
    • Hringdu í 1-1-2 ef þú telur að þörf sé á aðstoð lögreglu
      • Segðu til nafns
      • Segðu hvaðan þú hringir
      • Lýstu því hvað er á seyði
    Ef þú kemur að þar sem aðstæður eru eins og lýst er hér að ofan
    • Verið róleg og kurteis
    • Stundum er nóg að trufla aðstæðurnar, t.d. bjóða góðan daginn
    • Verið til stuðnings og aðstoðar en gætið þess að gera ekki illt verra
    • Hringið í 1-1-2 ef þörf sé á aðstoð lögreglu
      • Segðu til nafns
      • Segðu hvaðan þú hringir
      • Lýstu því hvað er á seyði