Verið viðbúin!
Það er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um hvernig bregðast skuli við í óvæntum aðstæðum. Í öllum byggingum háskólans eru sjúkrakassar, slökkvitæki, hjartastuðtæki og annar búnaður til að bregðast við. Það er gott að undirbúa sjálfan sig fyrir óvænt atvik og það er ágæt byrjun að kynna sér þessar einföldu leiðbeiningar. Maður er þá ekki alveg óviðbúinn.