Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu.
Vertu kyrr á öruggum stað, t.d.
- Farðu í opnar dyr, krjúptu þar og skýldu höfðinu
- Farðu út í horn burðarveggja, krjúptu þar og haltu þér ef það er hægt
- Farðu undir borð, skýldu þér og haltu í borðfót
Varastu hluti sem geta hreyfst úr stað eða fallið úr hillum.
Ekki nota lyftu!
Sá sem lendir undir fargi skal:
- Verja vit sín fyrir ryki
- Varast að kveikja eld
- Láta vita af sé með því að banka með reglubundnu millibili í málm
Þegar þú ert kominn á góðan stað, haltu þig þar. Ekki hlaupa um.
Mikilvægast af öllu er að halda ró sinni