Háskóli Íslands

Húsreglur Háskóla Íslands

ALMENNAR HÚSREGLUR HÁSKÓLA ÍSLANDS

1. gr. Almennt

Skylt er að ganga vel um húsakynni Háskóla Íslands, umhverfi hans, tæki og búnað á hverjum stað. Enginn má skilja eftir sig rusl, hvorki innan dyra né utan. Notum ruslafötur!

2. gr. Tillitssemi

Hverjum og einum ber að sýna tillitssemi og valda ekki öðrum truflun eða óþægindum. Öll umgengni í lesrýmum og tölvuverum skal vera hávaðalaus. Slökkt skal á farsímum í lesrýmum, tölvuverum og kennslustofum. Hliðra skal til fyrir ræstingarfólki, svo að störf þess geti farið fram truflunarlaust.

3. gr. Reykingar

Reykingar eru óheimilar innanhúss og við innganga bygginga Háskóla Íslands sem og undir opnanlegum gluggum.

4. gr. Opnunartími

Þau hús Háskólans sem ekki eru með aðgangsstýringu eru almennt opin frá kl. 7:30 - 18:00 virka daga. Í húsum með aðgangsstýringu gilda mismunandi reglur um opnunartíma.

 

5. gr. Neysla matar

Neysla matar er óheimil í kennslustofum og tölvuverum.

 

6. gr. Leyfi fyrir öðru en reglulegri starfsemi

Hvers konar viðburðir, kynningar, veitingar og sala er óheimil í húsakynnum Háskóla Íslands án leyfis. Sækja skal um leyfi til viðkomandi þjónustuborðs eða með því að senda tölvupóst á kennslustofur@hi.is eða haskolatorg@hi.is.

 

7. gr. Auglýsingar

Auglýsingar eru eingöngu leyfðar á auglýsingatöflum og/eða tilkynningaskjám. Þær mega ekki brjóta í bága við reglur og almennt velsæmi.

 

8. gr. Brot á húsreglum

Brot á húsreglum, tjón og hvers konar spjöll geta leitt til bótaskyldu og/eða brottvísunar.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is