Háskóli Íslands

Aðgangur að húsnæði Háskóla Íslands

AÐGANGUR NEMENDA AÐ HÚSNÆÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS

Almennur opnunartími bygginga Háskóla Íslands er mismunandi eftir byggingum og starfsemi þeirra. Almennur opnunartími er frá 7:30 til 18:00 og lokað um helgar. Nokkrar byggingar (svokallaðir kjarnar) bjóða upp á vinnuaðstöðu fyrir stúdenta, eins og lesaðstöðu og tölvuver. Þessar byggingar eru opnar að vetrarlagi frá 7:30til kl 22:00 á virkum dögum og til kl 20:00 á laugardögum. Á sunnudögum eru þær opnar frá 10:00-20:00. Eftir kl 18:00 er stúdentum ekki heimilt að bjóða gestum og óviðkomandi aðilum inn í byggingar Háskóla Íslands. Á prófatíma er aðgangur að byggingum skólans aukinn samkvæmt ákvörðun öryggisnefndarinnar og skrifstofu fasteigna hverju sinni.

Stúdentar geta sótt um aukinn aðgang að einni kjarnabyggingu háskólans (Kjarni 1: Háskólatorg, (innangengt er um Gimli í Odda og Lögberg), Kjarni 2: VR-II, Kjarni 3: Askja og Kjarni 4: Hamrar) umfram venjulegan opnunartíma þeirra (til kl: 24:00 á virkum dögum og til kl: 22:00 um helgar). Hægt er að sækja rafrænt um aukinn aðgang í gegnum tölvukerfi háskólans (Ugluna). Stúdentar greiða fyrir slíkt aðgangskort og fá síðan hluta gjaldsins endurgreitt þegar kortinu er skilað. Þegar stúdent sækir um heimild fyrir auknum aðgangi samþykkir hann eftirfarandi skuldbindingar:

  • Að hann einn muni nota kortið til að komast inn í byggingar háskólans. Hann mun ekki lána öðrum kortið né taka með sér gesti.
  • Að hann gangi snyrtilega um öll rými og skilji ekki eftir sig matarílát eða annað rusl á borðum eða gólfi.
  • Að hann muni hafa almennar umgengisreglur háskólans í heiðri (sjá Viðauka II)
  • Að ef hann misnoti hann kortið, verði það fellt úr gildi.

 

Sérstakar reglur fyrir meistara- og doktorsnemendur

Háskóli Íslands gerir sér grein fyrir því að stúdentar í framhaldsnámi þurfa oft að vinna fram eftir. Þessir stúdentar geta fengið aukinn aðgang í gegnum leiðbeinanda sinn. Ósk um rúman aðgang skal vera rökstudd en er háð samþykki deildar.

Stúdent sem hefur fengið aukinn aðgang ber að virða þær skuldbindingar sem nefndar eru hér að framan. Honum er óheimilt að vera einn að störfum á rannsóknarstofum háskólans né vinna með hættuleg efni eða tilraunir sem krefjast sérstara varúðar eftir kl. 18:00 eða fyrir kl. 7:30. Komi það til að hann þurfi að setja af stað tilraunir sem krefjast viðveru utan þessa tíma, skal hann sjá til þess að einhver líti við hjá honum (t.d. leiðbeinandi eða umsjónarmaður fasteignarinnar) á meðan vinnan er í gangi.

 

Fyrirvaralaus lokun bygginga

Öryggisnefnd Háskóla Íslands getur þurft að loka eða rýma húsnæði skólans fyrirvaralaust og án skýringa. Tilkynning eða skýringar á slíkri aðgerðir verður setta inn á innra net skólans eða sendar út á póstlista stúdenta og starfsmanna ef því verður við komið.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is