Háskóli Íslands

Öryggishandbók rannsóknarstofunnar

Öryggisnefnd Háskóla Íslands hefur gefið út handbókina "Öryggishandbók rannsóknarstofunnar".

Starf á rannsóknarstofu krefst þekkingar, nákvæmni og varkárni. Í handbókinni er fjallað um umgengni, vinnubrögð og öryggi á rannsóknarstofum. Veitt er innsýn í þær kröfur sem gerðar eru til allra sem þar starfa og greint frá helstu viðbrögðum við óhöppum og slysum. Lögð er áhersla á mikilvægi réttra vinnubragða við ólíkar aðstæður og nauðsyn þess að nota persónuhlífar og klæðast viðeigandi fatnaði.

Þótt bókin sé einkum ætluð nemendum á rannsóknarstofum Háskóla Íslands nýtist hún öllum sem starfa á rannsóknarstofum, hvar sem þær eru staðsettar.

Hér má nálgast öryggishandbókina á pdf formi: /sites/oryggi.hi.is/files/oryggishandbok.sg.pdf

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is